England Elísabet Gunnarsdóttir gæti tekið við liði Aston Villa.
England Elísabet Gunnarsdóttir gæti tekið við liði Aston Villa. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Elísabet Gunnarsdóttir er í viðræðum við Aston Villa á Englandi um að taka við starfi knattspyrnustjóra kvennaliðs félagsins, samkvæmt frétt BBC í gær. Elísabet hætti störfum hjá Kristianstad í Svíþjóð í nóvember eftir að hafa stýrt liðinu í 15 ár…

Elísabet Gunnarsdóttir er í viðræðum við Aston Villa á Englandi um að taka við starfi knattspyrnustjóra kvennaliðs félagsins, samkvæmt frétt BBC í gær. Elísabet hætti störfum hjá Kristianstad í Svíþjóð í nóvember eftir að hafa stýrt liðinu í 15 ár og var sterklega orðuð við Englandsmeistara Chelsea í vor. Aston Villa endaði í sjöunda sæti af tólf liðum í úrvalsdeildinni í vetur. Elísabet, sem er 47 ára, þjálfaði Val og ÍBV áður en hún fór til Svíþjóðar árið 2008.