Á bryggjunni Sigurbjörg Árnadóttir formaður Vitafélagsins.
Á bryggjunni Sigurbjörg Árnadóttir formaður Vitafélagsins. — Morgublaðið/Árni Sæberg
Grindvískum áttæringi var komið fyrir á bryggjunni í Reykjavíkurhöfn í gær en til stendur að geyma bátinn í Reykjavíkurhöfn í sumar. Báturinn er eftirgerð eldri tegunda áttæringa, sem smíðaðir voru með sérstöku Grindavíkurlagi

Sveinn Valfells

sveinnv@mbl.is

Grindvískum áttæringi var komið fyrir á bryggjunni í Reykjavíkurhöfn í gær en til stendur að geyma bátinn í Reykjavíkurhöfn í sumar. Báturinn er eftirgerð eldri tegunda áttæringa, sem smíðaðir voru með sérstöku Grindavíkurlagi. Slíkir bátar þóttu afar sterkbyggðir og einstakir fyrir það hve vel þeir klufu brim ásamt því að geta þolað harðar lendingar á grjóti.

Skipið er einnig merkilegt fyrir þær sakir að það er súðbyrt en handverk og hefðir við smíði súðbyrtra báta er eina menningararfleifðin sem Íslendingar eiga á lista UNESCO. Báturinn var smíðaður af Hafliða Aðalsteinssyni, Einari Jóhanni Lárussyni og Eggerti Björnssyni eftir teikningu Bárðar Tómassonar frá 1945.

Höf.: Sveinn Valfells