Mikael Máni Ásmundsson
Mikael Máni Ásmundsson
Tónlistarmaðurinn Mikael Máni Ásmundsson flytur frumsamda tónlist eftir sig í dag, 21. júní, í verslun Smekkleysu í miðbæ Reykjavíkur, Hverfisgötu 32, ásamt sænska bassaleikaranum Henrik Linder og trommaranum Matthíasi Hemstock

Tónlistarmaðurinn Mikael Máni Ásmundsson flytur frumsamda tónlist eftir sig í dag, 21. júní, í verslun Smekkleysu í miðbæ Reykjavíkur, Hverfisgötu 32, ásamt sænska bassaleikaranum Henrik Linder og trommaranum Matthíasi Hemstock.

Linder er hvað þekktastur fyrir að leika með hljómsveitinni Dirty Loops og Matthías er íslenskum tónlistaráhugamönnum kunnur þar sem hann hefur komið víða við í íslensku tónlistarlífi til fjölda ára.

Leikin verða lög af plötu Mikaels, Innermost, sem fyrr á þessu ári var valin djassplata ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. Tónleikarnir hefjast með flutningi Mikaels á lögum af plötunni Guitar Poetry sem kom út í lok mars á þessu ári. Eftir stutt hlé kemur tríóið svo saman og flytur svo lög af Innermost auk eldri laga. Aðgangseyrir er 1.500 krónur.