Ólafur E. Jóhannsson
oej@mbl.is
Innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, segir að yfirvöldum sé ókunnugt um að próftakar í leigubílaprófum hafi svindlað á prófunum, en Ökuskólinn í Mjódd annast námskeiðahald og próf fyrir nemendur í leigubílaakstri.
Þetta kemur fram í svari ráðherrans við fyrirspurn þingmanns Flokks fólksins, sem spurði ráðherrann hvort til greina kæmi að ógilda leigubifreiðastjórapróf og svipta bifreiðastjóra atvinnuleyfi, hefðu þeir svindlað við próftöku. Þetta segir ráðherrann enda þótt í mars sl. hafi manneskja gefið sig fram við Morgunblaðið og greint frá því að hún hefði hjálpað tveimur erlendum mönnum í leigubílstjóranámi að svara spurningum á svokölluðu „harkaraprófi“, eins og sagt var frá í frétt blaðsins þar um.
oej@mbl.is