„Sumarið er tíminn en ég læt veturinn ekki fara mikið í mig,“ sagði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens í Ísland vaknar. Hann er harður við sjálfan sig yfir vetrartímann, þá skrifar hann mikið og æfir en slakar aðeins betur á yfir sumarið
„Sumarið er tíminn en ég læt veturinn ekki fara mikið í mig,“ sagði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens í Ísland vaknar. Hann er harður við sjálfan sig yfir vetrartímann, þá skrifar hann mikið og æfir en slakar aðeins betur á yfir sumarið. „Svo er ég með einhverja gulrót. Galdurinn við það að eiga gott líf er að hlakka til einhvers hvern einasta dag.“ Líkamsrækt er mikilvæg fyrir honum en nú þegar birtir til gefur hann sér tíma fyrir garðinn og laxveiðina. „Þar vaknar maður sex og byrjar að veiða klukkan sjö.“ Lestu meira á K100.is.