Norður
♠ 107
♥ ÁG43
♦ ÁG9
♣ ÁG32
Vestur
♠ G964
♥ 87
♦ D6
♣ D10876
Austur
♠ D8532
♥ 10
♦ 87542
♣ K9
Suður
♠ ÁK
♥ KD9652
♦ K103
♣ 54
Suður spilar 6♥.
„Laufið leynir á sér.“ Fuglarnir voru að skoða afbrigði af spili gærdagsins – allt er eins nema laufið, sem nú er ♣ÁGxx á móti tveimur hundum. Suður spilar 6♥ og vildi gjarnan komast hjá því að giska í tígli. Er það hægt? Útspilið er tromp.
Ef vestur á kóng-drottningu í laufi má augljóslega byggja upp slag á gosann með því að spila tvisvar að ás-gosa. Hjónin þriðju í austur er hins vegar ekki marktækur möguleiki gegn bestu vörn, því strangt tekið er rétt að setja gosann þegar spilað er að blindum í fyrsta sinn.
En til er annar möguleiki og betri: Að spila laufi að blindum og stinga upp ÁS! Fara svo heim (eftir að hafa hreinsað spaðann, auðvitað) og spila laufi á gosann. Þá er vestur endaspilaður með hjónin og austur líka ef hann á háspil annað.