Sigrún Ása Sigmarsdóttir
Sigrún Ása Sigmarsdóttir
Sýningin Þræðir eftir Sigrúnu Ásu Sigmarsdóttur stendur yfir á Borgarbókasafninu Spönginni. „Náttúruleg form eru rauði þráðurinn í verkum sýningarinnar,“ segir í tilkynningu en Sigrún er sögð nota innsæið við sköpun

Sýningin Þræðir eftir Sigrúnu Ásu Sigmarsdóttur stendur yfir á Borgarbókasafninu Spönginni. „Náttúruleg form eru rauði þráðurinn í verkum sýningarinnar,“ segir í tilkynningu en Sigrún er sögð nota innsæið við sköpun. „Í verkunum er sterk vísun í lífrænan plöntuheim og hið smágerða og fínlega er kallað fram með beitingu sterkra lita og áferðar.“ Sýningin stendur til 14. ágúst en safnið er lokað 6. til 28. júlí.