Emily Bader leikur lafðina.
Emily Bader leikur lafðina. — AFP/Valerie Terranova
Sjónvarp Í veruleikanum var lafði Jane Grey af ætt Túdoranna og drottning í heila níu daga áður en hún var gerð höfðinu styttri á því herrans ári 1553. Í sjónvarpsþáttunum Lady Jane er þessu öllu þó bara skolað burt með baðvatninu og okkar konu breytt í hasarhetju af dýrara taginu

Sjónvarp Í veruleikanum var lafði Jane Grey af ætt Túdoranna og drottning í heila níu daga áður en hún var gerð höfðinu styttri á því herrans ári 1553. Í sjónvarpsþáttunum Lady Jane er þessu öllu þó bara skolað burt með baðvatninu og okkar konu breytt í hasarhetju af dýrara taginu. Það er að vísu ekki hlaupið að því að vera sjálfstæð kona á sextándu öldinni en hún gerir sitt besta. Móðir hennar vill gifta hana Dudley lávarði, hvort sem henni líkar betur eða verr. En þetta er öðrum þræði ástarsaga þannig að þið vitið hvað gerist, eða ekki. Emily Bader fer með titilhlutverkið, Anna Chancelor leikur mömmuna. Lady Jane kemur inn á Amazon Prime á fimmtudag.