Stórsýning Um 80 listamenn sýna á Jónsmessugleði Grósku í ár.
Stórsýning Um 80 listamenn sýna á Jónsmessugleði Grósku í ár.
Jónsmessugleði Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ, verður haldin í fjórtánda sinn laugardaginn 22. júní kl. 14-18. Að þessu sinni er hún með gjörbreyttu sniði því efnt verður til stórsýningar í Gróskusalnum og á Garðatorgi í Garðabæ með…

Jónsmessugleði Grósku, félags myndlistarmanna í Garðabæ, verður haldin í fjórtánda sinn laugardaginn 22. júní kl. 14-18. Að þessu sinni er hún með gjörbreyttu sniði því efnt verður til stórsýningar í Gróskusalnum og á Garðatorgi í Garðabæ með fjölbreytilegum listaverkum eftir um 80 listamenn, eins og segir í tilkynningu.

Jónsmessugleði er haldin að frumkvæði Grósku í samstarfi við Garðabæ og mun Almar Guðmundsson bæjarstjóri setja gleðina, að því er fram kemur í tilkynningunni. Sýnendur eru myndlistarmenn í Grósku og gestalistamenn hvaðanæva af landinu. Unnið er í ýmsum miðlum og sýningin teygir anga sína víða.

Jafnframt verða listamenn með opnar vinnustofur við Garðatorg og margvíslegir listviðburðir á dagskrá: Tónlist, söngur, dans, leiklist, gjörningar og fleira. Ýmsir listamenn koma fram og meðal þeirra eru ungmenni úr skapandi sumarstörfum Garðabæjar.

Sýningin stendur til 29. júní.