— Ljósmynd/Friðrik Tryggvason
Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, lá yfir veðurspánum fyrir sumarið og sagðist óvenju bjartsýnn. Siggi var á línunni í morgunþættinum Ísland vaknar á dögunum. „Þetta virkar þannig að menn eru að leika sér með líkur

Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, lá yfir veðurspánum fyrir sumarið og sagðist óvenju bjartsýnn. Siggi var á línunni í morgunþættinum Ísland vaknar á dögunum. „Þetta virkar þannig að menn eru að leika sér með líkur. Ég nota bandarísku veðurstofuna mikið og fleiri, evrópska reiknimiðstöðin gefur líka út líkur á hvernig sumarið verður og í þessu hef ég verið að grauta.“ Hann segist liggja yfir þessu hvert einasta ár og hefur ekki séð þetta svona útlítandi í háa herrans tíð. Lestu meira á K100.is.