Rudolf Schenker stofnaði Scorpions.
Rudolf Schenker stofnaði Scorpions. — AFP/Ethan Miller
Heimildarrokk Franski kvikmyndagerðarmaðurinn Alex Ranarivelo vinnur um þessar mundir að heimildarmynd um sögu þýska rokkbandsins Scorpions. Fyrirhugað er að frumsýna hana á næsta ári undir yfirskriftinni Winds of Change en eins og glöggir lesendur…

Heimildarrokk Franski kvikmyndagerðarmaðurinn Alex Ranarivelo vinnur um þessar mundir að heimildarmynd um sögu þýska rokkbandsins Scorpions. Fyrirhugað er að frumsýna hana á næsta ári undir yfirskriftinni Winds of Change en eins og glöggir lesendur vita er það eitt af frægustu lögum þeirra félaga; kom út á breiðskífunni Crazy World árið 1990. Rudolf Schenker gítarleikari stofnaði Scorpions árið 1965 en bandið fór ekki á flug fyrr en á áttunda og sérstaklega níunda áratugnum. Klaus Meine hefur lengst af verið við hljóðnemann og Matthias Jabs gítarleikari gekk í bandið 1978. Aðrir hafa verið þar skemur.