Á fjórðu tónleikum sumartónleikaraðar Jómfrúarinnar, sem haldnir verða í dag, laugardaginn 22. júní, kl. 15, kemur fram hljómsveit söngkonunnar Stínu Ágústsdóttur. Mikael Máni Ásmundsson leikur á gítar, Magnús Jóhann Ragnarsson á hljómborð, Henrik Linder á rafbassa og Gunnlaugur Briem á trommur

Á fjórðu tónleikum sumartónleikaraðar Jómfrúarinnar, sem haldnir verða í dag, laugardaginn 22. júní, kl. 15, kemur fram hljómsveit söngkonunnar Stínu Ágústsdóttur. Mikael Máni Ásmundsson leikur á gítar, Magnús Jóhann Ragnarsson á hljómborð, Henrik Linder á rafbassa og Gunnlaugur Briem á trommur. „Stefnt er á enn meira stuð en í fyrra og búast má við nokkrum nýjum lögum af komandi plötu Stínu sem er fersk blanda djass og indípopps,“ segir í tilkynningu.