Ian Gillan, Glenn Hughes og David Coverdale á sviðinu í Frægðargarðinum vorið 2016.
Ian Gillan, Glenn Hughes og David Coverdale á sviðinu í Frægðargarðinum vorið 2016. — AFP/Theo Wargo
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Glenn Hughes, fyrrverandi bassaleikari og söngvari Deep Purple, upplýsir í viðtali við Guitar Interactive Magazine, að hann hafi hvorki talað við Ian Gillan söngvara né Roger Glover bassaleikara, eftir að bandið goðsagnakennda var limað inn í…

Glenn Hughes, fyrrverandi bassaleikari og söngvari Deep Purple, upplýsir í viðtali við Guitar Interactive Magazine, að hann hafi hvorki talað við Ian Gillan söngvara né Roger Glover bassaleikara, eftir að bandið goðsagnakennda var limað inn í Frægðargarð rokksins árið 2016, og hafi engin áform um að tala við þá aftur. Skýringin er sú að tvímenningarnir munu hafa verið mjög dónalegir við Hughes og David Coverdale söngvara meðan á viðburðinum stóð, jafnvel meðan þeir stóðu á sviðinu sjálfu.

„Þeir voru dónalegir við okkur David. Virkilega andstyggilegir. Mér var svo sem slétt sama, vegna þess að þeir eru dónar að upplagi. Ég var eini edrú maðurinn þarna,“ segir Hughes en hann var ekki í bandinu á sama tíma og Gillan og Glover.

Hann kveðst hafa óskað Gillan til hamingju á sviðinu „en hann horfði á mig eins og ég væri ekki til. Gaurnum er bara illa mig. Punktur. Við David Coverdale erum ekki til í hans huga. Það er hans vandamál. Gangi honum vel. En ég nenni þessu ekki.“