Átthagar Grímsstaðabærinn við Mývatn eftir Jóhannes Sigfinnsson.
Átthagar Grímsstaðabærinn við Mývatn eftir Jóhannes Sigfinnsson.
Sýningin Átthagamálverkið verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur Kjarvalsstöðum í dag, 22. júní, kl. 15. „Á þessari sýningu er ferðast hringinn í kringum landið í gegnum sögu sem spannar rúma öld

Sýningin Átthagamálverkið verður opnuð í Listasafni Reykjavíkur Kjarvalsstöðum í dag, 22. júní, kl. 15. „Á þessari sýningu er ferðast hringinn í kringum landið í gegnum sögu sem spannar rúma öld. Við stöldrum við og lítum firði, dali, þorp og bæi með augum fólks sem þekkir þar betur til en nokkur annar,“ segir í tilkynningu. „Þetta eru átthagamálverk sem máluð eru af ást og hlýju, uppfull af tilfinningu fyrir staðháttum og minningum fyrri tíma. Svo vill til að á þessu ferðalagi erum við óvenju heppin með veður!“

Sýning á átthagamálverkum í Vestursal Kjarvalsstaða er sagt vera rannsóknarverkefni um jaðar íslenskrar listasögu en þar má finna verk eftir eitt hundrað listamenn, lærða og leika.

Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson en hann verður með leiðsögn um sýninguna 27. júní kl. 20. Þá verður haldin fjölskylduleiðsögn um Átthagamálverkið á morgun, sunnudaginn 23. júní, kl. 14. Ariana Katrín Katrínardóttir safnkennari leiðir.

Sýningin stendur til 6. október.