María Jónsdóttir stofnandi Djammleigunnar segir hugmyndina að fyrirtækinu hafa kviknað út frá því þegar vinkonur hennar voru oft að fá lánaða kjóla hjá henni. Hjá Djammleigunni geturðu pantað mátun og í kjölfarið leigt þér kjól

María Jónsdóttir stofnandi Djammleigunnar segir hugmyndina að fyrirtækinu hafa kviknað út frá því þegar vinkonur hennar voru oft að fá lánaða kjóla hjá henni. Hjá Djammleigunni geturðu pantað mátun og í kjölfarið leigt þér kjól. María segir þetta umhverfisvænan kost og hyggst hún stækka fyrirtækið í náinni framtíð. „Ég hef alltaf haft áhuga á tísku og að gera mig fína. Ég var með fatasíðu þar sem ég var að selja notuð föt og tók eftir því að vinkonur mínar voru mjög duglegar að fá lánaða kjóla og þá fékk ég þessa hugmynd. Það gekk mjög vel,“ sagði María í síðdegisþættinum Skemmtilegu leiðinni heim. Hún segir leiguverðið misjafnt eftir kjólum en hún hefur keypt kjóla á mismunandi verðbili, allt frá 10 þúsund krónum og yfir í 50 þúsund krónur. Þá sé sjaldgæft að hún fái ónothæfa kjóla til baka. Lestu meira á K100.is.