Söngflokkurinn Mýbit kom fyrst fram á 17. júní-hátíð í Keflavík árið 1974.
Söngflokkurinn Mýbit kom fyrst fram á 17. júní-hátíð í Keflavík árið 1974.
Slagsíðan í Morgunblaðinu, sem helguð var dægurtónlist og -menningu, hermdi af nýjum söngflokki, Mýbiti, seinni partinn í júní 1974. „Hvers vegna ekki?“ var svarið þegar spurt var hvers vegna flokkurinn héti Mýbit

Slagsíðan í Morgunblaðinu, sem helguð var dægurtónlist og -menningu, hermdi af nýjum söngflokki, Mýbiti, seinni partinn í júní 1974.

„Hvers vegna ekki?“ var svarið þegar spurt var hvers vegna flokkurinn héti Mýbit. „Þetta er tveggja atkvæða orð, rétt eins og Trúbrot, og venst vel.“

Mýbit skipuðu Helga Steinsson, Snæbjörn Kristjánsson, Jón Árni Þórisson og Lárus Kvaran. „Helga og Snæbjörn eru hjón og voru á sínum tíma í Fiðrildi,“ upplýsti Slagsíðan. „Helga var áður í Flækingum með Lárusi og síðar í Hárinu og enn síðar í söngtríói með Janis Carol og Drífu Kristjánsdóttur. Snæbjörn var á sínum tíma í Nútímabörnum. Lárus var í Flækingum með Helgu. Jón Árni (Jóddi) var síðast í Litlu einu, sem hefur nú hætt að koma fram opinberlega.“

Hafi þessi upptalning vafist fyrir einhverjum lesendum þá botnaði Slagsíðan þetta svona: „Þetta virðist e.t.v. flókið, en þá er bezt að lesa það bara aftur. Er þetta þó aðeins það allra helzta, sem Mýbits-félagar hafa afrekað.“