— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nokkrir félagar í mótorhjólaklúbbnum Harley tóku sig til í fyrrakvöld, viðruðu vélfáka sína og óku saman í Laugarásbíó. Þar er í sýningu kvikmyndin The Bikeriders. Einn félaga klúbbsins, ljósmyndarinn Sigurþór Hallbjörnsson, Spessi, segir stemningu á myndinni hafa verið góða

Nokkrir félagar í mótorhjólaklúbbnum Harley tóku sig til í fyrrakvöld, viðruðu vélfáka sína og óku saman í Laugarásbíó. Þar er í sýningu kvikmyndin The Bikeriders.

Einn félaga klúbbsins, ljósmyndarinn Sigurþór Hallbjörnsson, Spessi, segir stemningu á myndinni hafa verið góða. Fjallar hún um upphaf mótorhjólamenningarinnar í Bandaríkjunum. „Það var bara mjög mikil stemning. Það var hlegið því þetta er fyndin mynd með flottar persónur,“ sagði Spessi við Morgunblaðið.

Bætti hann við að þetta væri kvikmynd sem allir mótorhjólamenn, sem vilja læra meira um sögu mótorhjólamenningar, ættu að sjá. mariahjorvar@mbl.is