Juha Vehmaanperä
Juha Vehmaanperä
SÍM Residency, í samstarfi við Finnska menningarsjóðinn, hefur opnað sýninguna DIVIDEDby2 eftir gestalistamanninn Juha Vehmaanperä í SÍM-salnum. Sýningin stendur til 29. júní en sýningarstjóri er Ástríður Jónsdóttir

SÍM Residency, í samstarfi við Finnska menningarsjóðinn, hefur opnað sýninguna DIVIDEDby2 eftir gestalistamanninn Juha Vehmaanperä í SÍM-salnum. Sýningin stendur til 29. júní en sýningarstjóri er Ástríður Jónsdóttir.

DIVIDEDby2 gefur innsýn í yfirstandandi rannsóknarverkefni Vehmaanperä sem miðar að því að endurhugsa spariklæðnað utan kynjatvíhyggjunnar. Með því að búta niður og kryfja síðkjóla, bindi og jakkaföt varpar listamaðurinn ljósi á efnislega strúktúra sem notaðir eru í samtíma klæðskurði til að skapa og ýkja kyngervi,“ segir í tilkynningu.

Juha Vehmaanperä (f. 1993) er finnskur fatahönnuður með aðsetur í Helsinki. Hán er sagt nota flíkur og vefnaðarvöru sem útgangspunkt fyrir listiðkun sína sem hverfist um gervileika tvíkynjakerfisins.