Brotin Eyþóra Þórsdóttir missir af Ólympíuleikunum í París.
Brotin Eyþóra Þórsdóttir missir af Ólympíuleikunum í París. — Morgunblaðið/Sindri
Fimleikakonan Eyþóra Elísa­bet Þórs­dótt­ir fótbrotnaði illa í slysi á æfingu og missir af Ólympíuleikunum í sumar. Eyþóra á íslenska foreldra en hefur keppt fyrir Holland um árabil. Hún greindi frá því á Instagram-síðu sinni að hún hefði lent illa…

Fimleikakonan Eyþóra Elísa­bet Þórs­dótt­ir fótbrotnaði illa í slysi á æfingu og missir af Ólympíuleikunum í sumar. Eyþóra á íslenska foreldra en hefur keppt fyrir Holland um árabil. Hún greindi frá því á Instagram-síðu sinni að hún hefði lent illa eftir stökk af jafnvægisslá á æfingu og brotið á sér annan fótinn á fjórum stöðum. Ólympíuleikarnir hefjast 26. júlí og fara fram í París. Eyþóra hefur þegar tekið þátt í tvennum Ólympíuleikum.