Belgrad Snorri Dagur Einarsson í lauginni á Evrópumótinu í Belgrad.
Belgrad Snorri Dagur Einarsson í lauginni á Evrópumótinu í Belgrad. — Ljósmynd/Aleksandar Djorovic
Snorri Dagur Einarsson var aðeins 11/100 úr sekúndu og tveimur sætum frá því að komast í undanúrslitin í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í Belgrad í gærmorgun. Snorri varð í 19. sæti á 28,10 sekúndum en sautjánda sætið hefði nægt til að…

Snorri Dagur Einarsson var aðeins 11/100 úr sekúndu og tveimur sætum frá því að komast í undanúrslitin í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í Belgrad í gærmorgun.

Snorri varð í 19. sæti á 28,10 sekúndum en sautjánda sætið hefði nægt til að komast áfram þar sem þrír Austurríkismenn voru meðal sextán efstu en aðeins tveir frá hverri þjóð mega fara áfram. Snorri hefur synt á 27,89 sekúndum. Einar Margeir Ágústsson átti líka mjög gott sund en hann var skammt á eftir Snorra í 24. sæti af 40 keppendum á 28,19 sekúndum, sem er hans besti tími.

Jóhanna Elín Guðmundsdóttir hafnaði í 22. sæti af 42 keppendum í 50 metra skriðsundi í gærmorgun. Hún synti á 25,91 sekúndu en hefði þurft að synda á 25,71 til að ná 16. sæti og komast áfram. Hennar besti tími í greininni er 25,86 sekúndur.