Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson í Hlíð: Er í húsbíl oftast hann, orðið haft um röskan mann. Hundsnafn þetta einnig er og svo skattur því er ver. Guðrún Bjarnadóttir á þessa lausn: Með vask í húsbíl hindrast splask

Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson í Hlíð:

Er í húsbíl oftast hann,

orðið haft um röskan mann.

Hundsnafn þetta einnig er

og svo skattur því er ver.

Guðrún Bjarnadóttir á þessa lausn:

Með vask í húsbíl hindrast splask.

Þar Hildur vösk með ekkert brask,

en hundinn Vask með rófurask,

af rauðvínsflösku greiddi VSK.

Lausnarorðið er vaskur segir Úlfar Guðmundsson:

Þvottavaskur þarfur er.

Þykir vaskur röskur ver.

Gamli Vaskur góður er.

Greiða vaskinn öllum ber.

Knútur H. Ólafsson svarar:

Í húsbílunum vaskur oftast er,

orðið vaskur haft um röskan ver.

Vaskur heitir veiðihundur hér,

og „vaskinn“ greiða flestir, sem betur fer.

Þá er það lausnin segir Helgi R. Einarsson:

Vaskar finnast víða enn.

Vaskir eru röskir menn.

Vaskur nefnist hundurinn

og vaskur árans skatturinn.

Eysteinn Pétursson sendi þessa lausn:

Vaskur í húsbíl oftast er.

Er svo vaskur maður hér.

Vaskur heitir hundurinn.

Með hálfvelgju er greiddur vaskurinn.

Þá er ný gáta eftir Pál:

Við krónur tvær ég kenndur er,

og kvaðning burt úr lífi hér,

svo er ég líka hávært hróp,

mér heiti þetta ellin skóp.

Limran Andagift eftir Hrólf Sveinsson:

Síra Brandur á Barði í Fljótum

bölvar í kross eftir nótum

og blessar í gríð

sinn búenda-lýð

bæði með höndum og fótum.

Limran Veisla á skrifstofunni eftir Kristján Karlsson:

„Má ég óska yður aftur til lukku,

herra efnahagsstjóri“ þeir drukku

úr óhreinum vösum

og innantómum frösum

nema einn, vinur rímsins, úr krukku.

Vísa eftir Sveinbjörn Beinteinsson:

Það er lengi vegavon á villuheiðum,

meðan helgum árdagseiðum

enn er fylgt á kvöldsins leiðum.

að beinakerlingin á Kaldadal hafi verið látin mæla:¶Sækir að mér sveina val¶sem þeir væru óðir.¶Kúri ég ein í Kaldadal.¶Komið þið, piltar góðir.¶Heldur hefur þessi beinakerling verið orðin leið á einlífinu:¶Veri þeir allir velkomner¶sem við mig spjalla í tryggðum.¶Eg get varla unað mér¶ein á fjallabyggðum.¶Gamall húsgangur:¶Ég skal kveða við þig vel¶viljirðu hlýða, kindin mín.¶Pabbi þinn er að sækja sel;¶senn kemur hún mamma þín.¶Öfugmælavísan:¶Svanurinn fjaðrir svartar ber,¶situr hann oft í klettum,¶hrafninn býr til hreiður sér¶á hrannar bárum sléttum.¶Halldór Blöndal