Norður ♠ 832 ♥ DG64 ♦ K105 ♣ 864 Vestur ♠ G9 ♥ 8532 ♦ D7 ♣ ÁKG52 Austur ♠ D10754 ♥ – ♦ 98432 ♣ 1097 Suður ♠ ÁK6 ♥ ÁK1097 ♦ ÁG6 ♣ D3 Suður spilar 4♥

Norður

♠ 832

♥ DG64

♦ K105

♣ 864

Vestur

♠ G9

♥ 8532

♦ D7

♣ ÁKG52

Austur

♠ D10754

♥ –

♦ 98432

♣ 1097

Suður

♠ ÁK6

♥ ÁK1097

♦ ÁG6

♣ D3

Suður spilar 4♥.

Vestur þrumar út ás-kóng og gosa í laufi og suður trompar. Sagnhafi lítur yfir sviðið og sér fljótt örugga leið til að komast hjá ágiskun í tígli: Taka tromp tvisvar eða þrisvar eftir þörfum, spila svo ♠ÁK og þriðja spaðanum. Vörnin þarf þá að spila í tvöfalda eyðu eða finna tíguldrottninguna. Skólabókardæmi.

Suður er í þann mund að leggja upp þegar það rifjast upp fyrir honum að fjögur-núll-lega er þrátt fyrir allt 10 prósent. Hann tekur því á hjartaásinn í könnunarskyni. Og viti menn – austur hendir spaða. Þar fór innkastið í vaskinn.

Ekki endilega. Það dugir að taka þrisvar tromp og spila svo ♠ÁK og spaða. Eina hættan er sú að vestur sé með einspil í spaða og trompi annan hákarlinn. Ekki alveg útilokað, en austur opnaði ekki á 2♠ og á varla sexlit.