Landsréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Fannari Daníel Guðmundssyni, fyrir tilraun til manndráps á veitingastaðnum Dubliners í mars á síðasta ári, í tíu ára fangelsi. Héraðsdómur hafði dæmt Fannar í átta ára fangelsi, en þar sem…

Landsréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Fannari Daníel Guðmundssyni, fyrir tilraun til manndráps á veitingastaðnum Dubliners í mars á síðasta ári, í tíu ára fangelsi. Héraðsdómur hafði dæmt Fannar í átta ára fangelsi, en þar sem hann var á skilorði þegar brotið átti sér stað var refsing hans ákveðin sem hegningarauki við hinn skilorðsbundna dóm og Fannar dæmdur í tíu ára fangelsi. Fannar var ákærður fyrir tilraun til manndráps. Fór hann grímuklæddur inn á veitingastaðinn Dubliners vopnaður hlaðinni afsagaðri haglabyssu og beindi henni að þremur viðskiptavinum og barþjóni áður en hann hleypti af einu skoti rétt hjá fólkinu.

Sagði í dómi Landsréttar að hending ein virtist hafa ráðið því að enginn varð fyrir skotinu og næsta víst að alvarlegt líkamstjón eða mannsbani hefði þá hlotist af og var niðurstaða héraðsdóms um sakfellingu því staðfest.