— Morgunblaðið/Heiddi
Blásið er til afmælishátíðar á Mývatni í dag í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að lögin um verndun Mývatns og Laxár voru samþykkt og Rannsóknarmiðstöðin við Mývatn stofnuð. Dagskráin hefst í félagsheimilinu Skjólbrekku þegar Guðlaugur Þór…

Blásið er til afmælishátíðar á Mývatni í dag í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá því að lögin um verndun Mývatns og Laxár voru samþykkt og Rannsóknarmiðstöðin við Mývatn stofnuð.

Dagskráin hefst í félagsheimilinu Skjólbrekku þegar Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra setur hátíðina kl. 13. Árni Einarsson líffræðingur fer næst með erindið „Mývatn í nærmynd“ og Hjördís Finnbogadóttir þar á eftir með „Hvað vernda lögin?“.

Dagskráin heldur áfram í Gíg gestastofu kl. 15.15 þar sem skemmtidúettinn Jónas og Arnþór flytja tónlistaratriði. Boðið verður upp á vísindaskoðun á rannsóknarstofu RAMÝ ásamt smáskjárskoðun fyrir krakkana. Í Gíg verða einnig flutt fimm spennandi örerindi. saethor@mbl.is