Málið er vandræðalegt fyrir NHS.
Málið er vandræðalegt fyrir NHS.
Tölvuþrjótar hafa birt viðkvæmar persónuupplýsingar sem teknar voru ófrjálsri hendi frá vefþjónum breska heilbrigðiskerfisins (NHS). Talið er fullvíst að um sé að ræða rússneskan hóp tölvuhakkara, svonefndan Qilin

Tölvuþrjótar hafa birt viðkvæmar persónuupplýsingar sem teknar voru ófrjálsri hendi frá vefþjónum breska heilbrigðiskerfisins (NHS). Talið er fullvíst að um sé að ræða rússneskan hóp tölvuhakkara, svonefndan Qilin.

Vefþjónn NHS, sem nefnist Synnovis, hefur að geyma persónuupplýsingar, svo sem niðurstöður úr blóðrannsóknum, fólks sem aðallega er búsett í Suðaustur-Lundúnum. Talsmaður NHS segist skilja áhyggjur fólks af lekanum. Verið sé að vinna í málunum með sérfræðingum í tölvuvörnum.

Þrjótarnir deildu um 400 GB af upplýsingum, m.a. nöfnum fólks og fæðingardegi, persónunúmeri þess innan NHS og niðurstöðum blóðrannsókna. Þá komust þeir einnig yfir reikningsyfirlit fyrir veitta heilbrigðisþjónustu.