— Morgnblaðið/Árni Sæberg
Sú mynd sem blasir við þeim sem eiga leið um Laugarnes í Reykjavík er kvik. Staðurinn breytist með hverjum deginum eða eftir því sem meira er mélað niður af Íslandsbankahúsinu svonefnda. Áætlun miðar að því að húsið verði horfið sjónum seinnipart…

Sú mynd sem blasir við þeim sem eiga leið um Laugarnes í Reykjavík er kvik. Staðurinn breytist með hverjum deginum eða eftir því sem meira er mélað niður af Íslandsbankahúsinu svonefnda. Áætlun miðar að því að húsið verði horfið sjónum seinnipart sumars og í kjölfarið hefst endurreisn á svæðinu, sem er einn besti staðurinn í bænum. Þarna stendur til að reisa fjölbýlishús með á þriðja hundruð íbúðum, þar sem verður gott útsýni yfir Sundin blá, til eyja, Esjunnar og Akrafjalls.