— AFP.
Sviss og Portúgal urðu um helgina þriðja og fjórða liðið til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta. Áður höfðu Spánn og Þýskaland krækt í farseðlana þangað en baráttan um hin tólf sætin heldur áfram næstu þrjá daga.

Sviss og Portúgal urðu um helgina þriðja og fjórða liðið til að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópumóts karla í fótbolta. Áður höfðu Spánn og Þýskaland krækt í farseðlana þangað en baráttan um hin tólf sætin heldur áfram næstu þrjá daga. Portúgal hefur þegar unnið F-riðilinn þó þar sé einni umferð ólokið og Sviss gulltryggði sér áframhald úr A-riðlinum með jafntefli gegn Þýskalandi í gærkvöld, 1:1.

Portúgal mun mæta einhverju liðanna sem enda í þriðja sæti í sínum riðli og sama er að segja um Spánverja.

Þýskaland mun mæta liðinu sem endar í öðru sæti C-riðils, sem gætu orðið England, Slóvenía, Danmörk eða Serbía.

Sviss leikur gegn liðinu sem endar í öðru sæti B-riðils en það verður annað hvort Ítalía eða Króatía, eða hugsanlega Albanía þó það sé fjarlægur möguleiki.

Úrslitin í B-riðlinum ráðast einmitt í kvöld. Spánn er með sex stig og verður ekki velt úr efsta sætinu en Ítalir eru með þrjú stig, Króatar eitt og Albanir eitt. Ítalir og Króatar mætast í nánast hreinum úrslitaleik þar sem Ítölum nægir jafntefli. Spánverjar mæta Albönum og þar verða Albanir að sigra og treysta á að Króatar vinni Ítali. Báðir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.