Mikið er um að vera í ofanverðum Víðidal í tengslum við framkvæmdir á Arnarnesvegi, sem ætlað er að styrkja tengingar milli efri byggða Kópavogs og Breiðholts í Reykjavík.
Mikið er um að vera í ofanverðum Víðidal í tengslum við framkvæmdir á Arnarnesvegi, sem ætlað er að styrkja tengingar milli efri byggða Kópavogs og Breiðholts í Reykjavík. Í tengslum við verkið er verið að vinna við byggingu göngu- og hjólabrúar á ánni Dimmu efst í Víðidal. Loftorka og Suðurverk eru með Arnarnesveg og ýmsir undirverktakar með einstök verk, eins og Verkþing ehf. með göngu- og hjólabrúna. Hestamenn í Víðidal eiga þarna leið og viðra fallega fáka sína. sbs@mbl.is