Birgir Þórarinsson
Birgir Þórarinsson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Líkt og Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á í grein hér í blaðinu um helgina brást Samfylkingin þegar á hólminn var komið í útlendingamálunum. Þetta kom í ljós við afgreiðslu frumvarps Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á dögunum þegar Samfylkingin sat hjá.

Líkt og Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins benti á í grein hér í blaðinu um helgina brást Samfylkingin þegar á hólminn var komið í útlendingamálunum. Þetta kom í ljós við afgreiðslu frumvarps Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra á dögunum þegar Samfylkingin sat hjá. Og raunar brást systurflokkurinn Viðreisn einnig með hjásetu sinni. Þessir flokkar hafa á stundum að undanförnu reynt að láta líta út fyrir að þeir séu sammála meirihluta þjóðarinnar um að útlendingamál þurfi að laga, en slík orð eru lítils virði þegar niðurstaðan er hjáseta.

• • •

Birgir nefndi að í febrúar síðastliðnum hefði Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagt að hún tæki mark á áhyggjum almennings í þessum efnum. Ekkert hefði verið að marka þetta, niðurstaðan verið hjáseta og formaðurinn ekki gert grein fyrir atkvæði sínu. Og formaðurinn hefur ekki fengist til að útskýra afstöðu flokksins eftir þessa hjásetu, sem virðist hafa verið til þess ætluð að friða ólíka arma hvað sem líður nauðsyn hertrar löggjafar.

• • •

Samfylkingin kvartar stundum, og stundum réttilega, undan sundurlyndi innan ríkisstjórnarinnar sem komi í veg fyrir lausn brýnna mála. En sundurlyndi innan Samfylkingarinnar sjálfrar ætti þó að vera meira áhyggjuefni fyrir forystu flokksins – og fyrir landsmenn komist hann til áhrifa að kosningum loknum.