Tónleikar á vegum djassklúbbsins Múlans verða haldnir í kvöld, 26. júní, kl. 20 á Björtuloftum í Hörpu.

Tónleikar á vegum djassklúbbsins Múlans verða haldnir í kvöld, 26. júní, kl. 20 á Björtuloftum í Hörpu. Á þeim kemur fram saxófónleikarinn Guðjón Skúlason sem hefur vekið athygli í djasstónlistarsenunni hér á landi undanfarin misseri. Guðjún kemur fram með kvartetti sínum og verða fluttar frumsamdar tónsmíðar eftir hann. Guðjón stundar nám við Manhattan School of Music í New York. Með honum koma fram gítarleikarinn Hilmar Jensson, Birgir Steinn Theodórsson sem leikur á bassa og trommuleikarinn Matthías Hemstock.