— Morgunblaðið/Eggert
Að ýmsu þarf að huga á Alþingi nú vegna athafnar þar 1. ágúst næstkomandi þegar nýr forseti Íslands verður settur í embætti við athöfn í þinghúsinu.

Að ýmsu þarf að huga á Alþingi nú vegna athafnar þar 1. ágúst næstkomandi þegar nýr forseti Íslands verður settur í embætti við athöfn í þinghúsinu. Í gær voru stólar og borð borin í geymslurými úr þingsal, þar sem nú þarf að gera minniháttar lagfæringar. Í framhaldinu verður svo sætum eftir annarri skipan en hinni venjulegu komið fyrir í þingsalnum, þannig að við innsetningarathöfnina geti fleiri setið en er á hefðbundnum þingfundum. Einnig er gert ráð fyrir töluverðum fjölda gesta sem sitja munu í hliðarsölum, segir Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis. Athöfnin öll þarf svo að fara fram samkvæmt ýmsum kúnstarinnar reglum og siðum sem gilda um embætti forseta Íslands og Alþingi og því er vandað mjög til undirbúnings.