— Morgunblaðið/Eyþór
Gömlu varðskipin Týr og Ægir hafa að undanförnu dólað í Faxaflóa, og nú síðast sást til þeirra úti fyrir Brimnesi við Kjalarnes.

Gömlu varðskipin Týr og Ægir hafa að undanförnu dólað í Faxaflóa, og nú síðast sást til þeirra úti fyrir Brimnesi við Kjalarnes.

Skipin voru seld til Grikklands árið 2023, en leið þeirra liggur nú þangað undir nöfnunum Poseidon V og Oceanus V þar sem áætlað er að þau verði notuð til ferjusiglinga.

Týr sigldi til Grikklands á síðasta ári, og síðan þá hafa viðgerðarmenn á vegum nýju eigendanna reynt að gera Ægi sjófæran, sem hefur ekki tekist hingað til.

Tý var því snúið aftur í þeim tilgangi að sækja sitt gamla systurskip, og mun draga Ægi til Grikklands í slipp. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur sú framkvæmd þó tafist, þar sem tryggingarfélag eigendanna gerði kröfu um aðeins yrði á það reynt í góðu veðri.