Dagmál Jóhann Páll og Karítas
Dagmál Jóhann Páll og Karítas — Morgunblaðið/María
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekkert óskýrt við stefnu Samfylkingarinnar í útlendingamálum og andæfir því að í hjásetu þingmanna flokksins við afgreiðslu útlendingalaga á dögunum felist afstöðuleysi.

Andrés Magnússon
andres@mbl.is

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir ekkert óskýrt við stefnu Samfylkingarinnar í útlendingamálum og andæfir því að í hjásetu þingmanna flokksins við afgreiðslu útlendingalaga á dögunum felist afstöðuleysi.

Hann segir að flokkurinn hafi tekið afstöðu til einstakra þátta frumvarpsins við þinglega meðferð þess, með eða móti eftir atvikum, en við lokaafgreiðsluna hafi þingflokkurinn hvorki viljað samþykkja stjórnarfrumvarpið í heild sinni né leggjast gegn því öllu.

Þetta kemur fram í Dagmálum Morgunblaðsins, þar sem Jóhann Páll og Karítas Ríkharðsdóttir fjölmiðlakona ræddu þinglokin, hvaða mál náðu þar fram að ganga og hver urðu út undan. Jafnframt þá hvernig samlyndi ríkisstjórnarflokkanna væri.

Meðal annars, sem bar á góma í þættinum, voru netöryggismál í tilefni af netárása tölvuþrjóta á miðla Árvakurs. Karítas sagði að netöryggismál væru hluti af vörnum landsins og þau yrði að tryggja.

Jóhann Páll sagði að þegar árás væri gerð á stóran miðil til þess að taka hann niður, þá væri það árás á gangverk lýðræðisins.