Húsavík Norðurþing hefur ákveðið að fjölga lóðum til íbúðabygginga.
Húsavík Norðurþing hefur ákveðið að fjölga lóðum til íbúðabygginga. — Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Norðurþing hyggst nota sex lóðir á Húsavík fyrir nýbyggingar íbúðarhúsnæðis.

Norðurþing hyggst nota sex lóðir á Húsavík fyrir nýbyggingar íbúðarhúsnæðis. Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings í síðustu viku var lagt til við sveitarstjórn að lóðirnar, sem eru staðsettar í Urðargerði, Hraunholti og Stakkholti, verði notaðar í þetta verkefni.

Þar er fyrirhugað að byggja eitt einbýlishús og fimm fjögurra íbúða fjölbýlishús. Einnig samþykkti sveitarstjórn byggingaráform fyrir frístundahús í Kelduhverfi. Þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem ráðið leggur til úthlutun á svo mörgum lóðum á einum fundi, en framkvæmdir hefjast einhvern tímann á næstu mánuðum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Norðurþingi. viktoria@mbl.is