Þórunn Sveinbjarndardóttir
Þórunn Sveinbjarndardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, tekur undir með Ástríði Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra landskjörstjórnar, að fræða þurfti almenning betur um hvað geri kjörseðla ógilda.

Birta Hannesdóttir
birta@mbl.is

Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, tekur undir með Ástríði Jóhannesdóttur, framkvæmdastjóra landskjörstjórnar, að fræða þurfti almenning betur um hvað geri kjörseðla ógilda.

Hvað varðar ákvæði kosningalaga um gildi atkvæða telur Þórunn hins vegar núverandi framkvæmd ágæta og efast um að önnur framkvæmd sé betri.

„Það þarf að vera einföld og samræmd framkvæmd sem allir þekkja og kjósendur, hvar sem þeir mæta í kjördeild, geti kosið með sama hætti.“

Hún telur það hins vegar eðlilegt að landskjörstjórn taki þetta til skoðunar og komi tillögum sínum til þingsins og í kjölfarið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.

Misvægi á milli flokka til skoðunar

Aðspurð hvort skoðaðar hafi verið aðrar breytingar á kosningalögum nefnir Þórunn að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafi rætt vægi og misvægi atkvæða.

„Það er tvenns konar misvægi atkvæða við alþingiskosningar. Í fyrsta lagi er það misvægi á milli kjördæma og í öðru lagi misvægi á milli flokka. Ég þrýsti á það, sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, að við kláruðum mál sem Viðreisn flutti í vetur til þess að vinda ofan af misvægi á milli stjórnmálaflokkanna,“ segir Þórunn.

Frumvarp Viðreisnar kveður á um breytingar á misvægi atkvæða á milli kjördæma og misvægi á milli flokka en Þórunn segir að ekki hafi verið vilji til þess að taka á misvægi á milli kjördæma en það hafi hins vegar verið vilji til að laga misvægi á milli flokka.

„Það eru allir meðvitaðir um að það er óeðlilegt að sá flokkur sem í það skipti fær flest atkvæði fái í raun fleiri sæti en honum ber.“

Þá segir hún að reynt hafi verið að koma þessu í farveg hjá forsætisráðuneytinu en að það hafi ekki tekist á þessu þingi.

Höf.: Birta Hannesdóttir