• Sjálfseignarstofnunin Verzlunarskóli Íslands hagnaðist um 65 m.kr. á síðasta ári. Afkoman batnaði verulega milli ára en árið áður nam tap skólans 15 m.kr. Þetta kemur fram í samstæðuársreikningi skólans fyrir árið 2023.
Tekjur skólans samanstóðu af framlagi ríkisins sem nam 1,7 mö.kr, skólagjöldum sem námu 295 m.kr. og öðrum tekjum sem námu 9,5 m.kr. Rekstrarafkoman var já kvæð og nam 122 m.kr. og batnaði milli ára en hún nam 116 m.kr. árið 2022. Gengis munur verðbréfasjóða skólans batnaði milli ára en árið 2023 var hann jákvæður um 37 m.kr. króna en árið áður neikvæður upp á 29 milljónir.