Verzlunarskóli Íslands hagnaðist um 65 m.kr. á síðasta ári

• Sjálfseignarstofnunin Verzlunarskóli Íslands hagnaðist um 65 m.kr. á síðasta ári. Afkoman batnaði verulega milli ára en árið áður nam tap skólans 15 m.kr. Þetta kemur fram í samstæðuársreikningi skólans fyrir árið 2023.

Tekjur skólans samanstóðu af framlagi ríkisins sem nam 1,7 mö.kr, skólagjöldum sem námu 295 m.kr. og öðrum tekjum sem námu 9,5 m.kr. Rekstrarafkoman var já­ kvæð og nam 122 m.kr. og batnaði milli ára en hún nam 116 m.kr. árið 2022. Gengis­ munur verðbréfasjóða skólans batnaði milli ára en árið 2023 var hann jákvæður um 37 m.kr. króna en árið áður neikvæður upp á 29 milljónir.