— AFP
Stofnandi Wikileaks, Julian Assange, er nú kominn aftur heim til ástvina í Ástralíu eftir 14 ára fangelsi. Viðurkenndi hann að hafa birt trúnaðargögn með ólögmætum hætti og fékk þess í stað frelsi sitt á ný.

Stofnandi Wikileaks, Julian Assange, er nú kominn aftur heim til ástvina í Ástralíu eftir 14 ára fangelsi. Viðurkenndi hann að hafa birt trúnaðargögn með ólögmætum hætti og fékk þess í stað frelsi sitt á ný.

Á flugvellinum beið fjölskyldan komu Assange, m.a. eiginkona hans Stella og faðir hans John Shipton. Þá ræddi Assange símleiðis við forsætisráðherra Ástralíu skömmu eftir heimkomu.

„Hann ætlar nú að eiga ánægjulega stund með eiginkonu sinni Stellu og tveimur börnum þeirra. Njóta þess að ganga á ströndinni, finna sandinn leika um tærnar um vetur – þessi yndislega kuldatilfinning,“ hefur fréttaveita AFP eftir föður hans.

Það vakti nokkra athygli þegar Assange lét sig vanta á blaðamannafund sem haldinn var vegna heimkomu hans. Stella segir hann einfaldlega ekki hafa haft orku til að mæta. Fangelsisvistin hafi reynst honum það erfið.

„Þið verðið að skilja að hann þarf tíma til að ná fyrri styrk. Og þetta verður langt ferli. Ég bið ykkur því: gefið okkur svigrúm og næði – til að finna okkar stað og leyfa fjölskyldunni að ná saman á ný.“