Auður er fædd og uppalin á Hellu og er grunnskólakennari þar. Hún er uppeldisfræðingur að mennt frá Kaupmannahöfn.

50 ára Auður er fædd og uppalin á Hellu og er grunnskólakennari þar. Hún er uppeldisfræðingur að mennt frá Kaupmannahöfn. Auður er mikil knattspyrnuáhugamanneskja og til marks um það er hún með með Liverpoolfuglinn tattúveraðan á handarbakinu á sér. Hún á mótorhjól og elskar að prjóna.

Fjölskylda Eiginmaður Auðar er Jóhann Björnsson, 1974, menntaður kjötiðnaðarmaður og starfar hjá verktakafyrirtækinu Þjótandi ehf. Synir þeirra eru Ari Rafn, f. 2006, og Björn Leó, f. 2010. Börn þeirra úr fyrri hjónaböndum eru Kristófer, f. 1999, og Birta, f. 2001, sem eru börn Auðar, og Stefán Blær, f. 2000, og Ásrún Ýr, f. 2002, sem eru börn Jóhanns. Foreldrar Auðar eru Sævar Logi Harðarson, f. 1957, rafvirki, og, Fjóla Lárusdóttir, f. 1957, heimavinnandi. Þau eru búsett á Hellu.