Mozart Freyr, Hlíf, Martin og Þórdís Gerður slá um flutning verkanna.
Mozart Freyr, Hlíf, Martin og Þórdís Gerður slá um flutning verkanna.
Fjórir flautukvartettar eftir W.A. Mozart verða fluttir í menningarhúsinu Bergi í dag, 27. júní, kl. 20, og í Skjólbrekku í Mývatnssveit á föstudag, 28. júní, einnig kl. 20

Fjórir flautukvartettar eftir W.A. Mozart verða fluttir í menningarhúsinu Bergi í dag, 27. júní, kl. 20, og í Skjólbrekku í Mývatnssveit á föstudag, 28. júní, einnig kl. 20. Þrjá konsertanna samdi tónskáldið í Mann­heim vet­ur­inn 1777-78 og þann fjórða ára­tug síð­ar. „Mann­heim-verk­in samdi hann eftir pönt­un fyr­ir áhuga­manna­kvart­ett og eru þeir ekki eins marg­slungn­ir og mörg önn­ur verk hans, en engu að síð­ur yndis­leg, hljóm­mikil, glett­in tónverk og krefj­andi fyrir öll hljóð­færin,“ segir í tilkynningu. Um flutning verkanna sjá þau Freyr Sigurjónsson flautuleikari, Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari, Martin Frewer víóluleikari og Þórdís Gerður Jónsdóttir sellóleikari.