Sigur Lautaro Martinez fagnar sigurmarki Argentínumanna gegn Síle.
Sigur Lautaro Martinez fagnar sigurmarki Argentínumanna gegn Síle. — AFP
Lautaro Martínez tryggði heimsmeisturum Argentínu sigur á Síle, 1:0, í Ameríkubikarnum í fótbolta í New Jersey í fyrrinótt.

Lautaro Martínez tryggði heimsmeisturum Argentínu sigur á Síle, 1:0, í Ameríkubikarnum í fótbolta í New Jersey í fyrrinótt. Markið kom rétt fyrir leikslok en áður hafði Lionel Messi átt skot í stöngina á marki Síle.

Kanada sigraði Perú, 1:0, í sama riðli í Kansas City þar sem Jonathan David, samherji Hákonar Arnars Haraldssonar hjá Lille í Frakklandi, skoraði sigurmarkið.

Eftir tvær umferðir í A-riðli er Argentína með 6 stig og komin í 8-liða úrslit. Kanada er með 3 stig, Síle og Perú eitt stig hvort. Það verður því þriggja liða barátta um að komast áfram í lokaumferðinni þegar Kanada mætir Síle og Argentína mætir Perú.