Ultradolente, verk Hildar Elísu Jónsdóttur, verður flutt í dag, 27. júní, kl. 20 í Nýlistasafninu og verður húsið opnað kl. 19.30 og aðgangur ókeypis.

Ultradolente, verk Hildar Elísu Jónsdóttur, verður flutt í dag, 27. júní, kl. 20 í Nýlistasafninu og verður húsið opnað kl. 19.30 og aðgangur ókeypis. Verkið var samið út frá ljóðinu Nú erum við torvelt úr Sonatorreki Egils Skallagrímssonar, að því er fram kemur í tilkynningu, og flutt af níu málmblásturshljóðfæraleikurum. Í því eru birtingarmyndir sorgar skoðaðar og þá einkum innan hugmynda um karlmennsku. Málmblásturshljóðfærin túlka hetjur, dáðir, hefðbundna karlmennsku og epískar frásagnir, segir í tilkynningu, en í Ultradolente séu tónarnir mýktir og hægt á taktinum. Eftir því sem laglínan verði rólegri og mildari verði erfiðara að koma tóninum til skila. Ultradolente er hluti af sýningunni Rás sem var opnuð nýverið í Nýlistasafninu. Á henni eru leidd saman verk fjögurra listamanna sem öll eru unnin út frá hljóði.