Ragn­ar Stef­áns­son, jarðskjálfta­fræðing­ur, lést á Land­spít­al­an­um í gær, 85 ára að aldri.

Ragn­ar Stef­áns­son, jarðskjálfta­fræðing­ur, lést á Land­spít­al­an­um í gær, 85 ára að aldri.

Ragn­ar var fædd­ur í Reykja­vík árið 1938 og var son­ur Rósu Kristjáns­dótt­ur og Stef­áns Bjarna­son­ar.

Ragn­ar var um ára­bil einn helsti jarðskjálfta­fræðing­ur Íslands. Fékk hann meðal ann­ars Íslensku bók­mennta­verðlaun­in árið 2022 fyr­ir bók­ina Hvenær kem­ur sá stóri? og fjall­ar hún um jarðskjálft­a­rann­sókn­ir.

Gekk Ragn­ar gjarn­an und­ir viður­nefn­inu „Ragn­ar skjálfti“ og var það skír­skot­un í starfs­vett­vang hans.

Ragn­ar stundaði nám við Upp­sala-há­skóla í Svíþjóð og lauk Fil. kand.-prófi (B.Sc.) í stærðfræði og eðlis­fræði 1961 og Fil. kand.-prófi í jarðeðlis­fræði 1962 og árið 1966 Fil.lic.-prófi (Ph.D.) í jarðskjálfta­fræði.

Árin 1962–1963 og frá 1966 til 2003 var hann for­stöðumaður jarðeðlis­sviðs Veður­stofu Íslands og 2004–2005 for­stöðumaður rann­sókn­ar­stofu Veður­stof­unn­ar við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri.

Árin 2005–2008 var hann rann­sókn­ar­pró­fess­or við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, þar sem hann var pró­fess­or emer­it­us.

Alla starfsævi sína var meg­in­verksvið hans eft­ir­lit og rann­sókn­ir til að draga úr hætt­um af völd­um jarðskjálfta og eld­gosa.

Árið 2011 sendi Ragn­ar frá sér bók­ina Advances in Eart­hqua­ke predicti­on. Rese­arch and Risk Mitigati­on, þar sem hann dró sam­an meg­inniður­stöður rann­sókna sinna og reynslu af jarðskjálfta­spám.

Ragn­ar sinnti ýms­um fé­lags­störf­um. Hann var í for­ystu Fylk­ing­ar­inn­ar á ár­un­um 1966–1984, lengst af sem formaður sam­tak­anna. Hann var formaður Fram­fara­fé­lags Dal­vík­ur­byggðar frá stofn­un þess 2002 og lengi fram­an af. Á ár­un­um 2003–2008 var hann formaður sam­tak­anna Lands­byggðin lifi. Hann var meðal stofn­enda VG, Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs, árið 1999 og var um hríð í flokks­ráði sam­tak­anna.

Eftirlifandi eiginkona Ragnars er Ingi­björg Hjart­ar­dótt­ir bóka­safns­fræðingur en hann var áður kvænt­ur Ástríði Áka­dótt­ur mennta­skóla­kenn­ara. Eignuðust þau þrjú börn; Kristínu, Stefán Áka og Gunnar Bjarna. Með Björk Gísladóttur eignaðist Ragnar eina dóttur, Bryndísi Hrönn.