— Morgunblaðið/Eggert
Hestamenn flykkjast nú í Víðidal í Reykjavík en Landsmót hestamanna hefst þar á mánudag.

Hestamenn flykkjast nú í Víðidal í Reykjavík en Landsmót hestamanna hefst þar á mánudag.

Framkvæmdir við undirbúning eru á lokastigi og knapar eru mættir með hesta sína til að gera þá klára í sýningarhald og keppni. Er ljósmyndari og blaðamaður frá Morgunblaðinu voru á ferðinni í Víðidal í gær rákust þeir m.a. á Helgu Unu Björnsdóttur, frá ræktunarbúinu Fákshólum í Ásahreppi, er hún teymdi hest sinn Brynjar frá Syðri-Völlum milli húsa en hann mun keppa í B-flokki gæðinga eftir helgina.

Að sögn Þórdísar Önnu Gylfadóttur, markaðsstjóra Landsmóts, er mótssvæðið að mestu tilbúið. Í gær var m.a. unnið að því að reisa markaðstjald þar sem söluaðilar verða með margskonar varning í boði, auk veitinga í föstu og fljótandi formi.

Mótið hefst að morgni mánudags með fordómum kynbótahrossa og keppni í barnaflokki.