Hagspá Hagstofan gerir ráð fyrir hægari fólksfjölgun á næstu árum.
Hagspá Hagstofan gerir ráð fyrir hægari fólksfjölgun á næstu árum.
Horfur eru á 0,9% hagvexti í ár sem verður borinn uppi af innlendri eftirspurn. Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Hagstofunnar.

Horfur eru á 0,9% hagvexti í ár sem verður borinn uppi af innlendri eftirspurn. Þetta kemur fram í nýrri Þjóðhagsspá Hagstofunnar. Horfur eru á að einkaneysla aukist um 0,9% í ár. Einkaneysla var sterkari á fyrsta fjórðungi ársins en vísbendingar bentu til. Nýir kjarasamningar og lægri verðbólga styðja við einkaneyslu þegar líður á árið en á næsta ári er gert ráð fyrir að einkaneysla aukist um 2,4%. Horfur eru á að raunlaun hækki meira á næsta ári vegna minni verðbólgu og að ráðstöfunartekjur aukist.

Árið 2025 er reiknað með 2,6% hagvexti og að hann verði drifinn áfram af einkaneyslu, fjárfestingu og bata í utanríkisviðskiptum en árið 2026 er spáð 2,7% hagvexti á nokkuð breiðum grunni.

Reiknað er með 6% verðbólgu að meðaltali í ár. Á næsta ári er gert ráð fyrir að hún verði að meðaltali 3,9% og að hún verði 2,7% árið 2026.

Horfur eru á hægari efnahagsumsvifum í ár og að atvinnuleysi aukist milli ára og verði 4,2% að meðaltali samanborið við 3,4% árið 2023. Mikil fólksfjölgun einkenndi vinnumarkaðinn síðustu ár en fólki á vinnufærum aldri fjölgaði um 3,7% árið 2023 og um 3,1% á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Gert er ráð fyrir hægari fólksfjölgun næstu ár. Óvissu um launahækkanir næstu ára hefur verið eytt að mestu leyti með undirritun kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum. Áætlað er að samningar á opinbera markaðnum verði sambærilegir og að launavísitalan hækki um 0,6% í ár og 1,7% árið 2025.