Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir hindrun á lausasölu skaðaminnkandi lyfsins naloxón í apótekum ekki hafa áhrif á þá dreifingu sem sé þegar til staðar í landinu.

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir hindrun á lausasölu skaðaminnkandi lyfsins naloxón í apótekum ekki hafa áhrif á þá dreifingu sem sé þegar til staðar í landinu.

Lausasala á naloxón hefur verið í skoðun hjá ráðuneytinu síðan í apríl í fyrra. Ekki er útlit fyrir að lausasala verði leyfð á næstunni. Víða erlendis eru dæmi um að notkun naloxón hafi dregið úr dauðsföllum vegna ofneyslu ópíóða eftir að aðgengi að naloxón-nefúða var aukið.

Í svari til Morgunblaðsins segist Willum Þór vinna að því með Lyfjastofnun að tryggja að lyfið komist í lausasölu hér á landi.

„Markmiðið er greitt aðgengi einstaklinga, allra viðbragðsaðila og annarra þjónustuveitenda svo hægt sé að bregðast hratt við ef upp kemur ópíóðaskömmtun,” segir Willum. >> 2