Miðflokkurinn mælist með 14,5% fylgi í nýjustu könnun Gallup. Aldrei áður hefur stuðningur við flokkinn mælst jafn mikill.

Miðflokkurinn mælist með 14,5% fylgi í nýjustu könnun Gallup. Aldrei áður hefur stuðningur við flokkinn mælst jafn mikill. Formaður flokksins telur kosningar vera á næsta leiti.

„Við höf­um ekki reynt að elta kann­an­ir held­ur haldið okk­ar striki, þegar geng­ur vel og illa. Auðvitað gleðst maður yfir því þegar hlut­irn­ir eru í rétta átt en held­ur sínu striki,” seg­ir Sig­mund­ur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.

Í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup, sem ríkisútvarpið greindi frá í gær, mælist fylgi Samfylkingarinnar enn mest allra þingflokka, eða um 26,9%. Flokkurinn tapar þó þremur prósentustigum á milli kannana. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með næstmesta fylgið eða 18,5%. Þar á eftir kemur Miðflokkurinn með 14,5%, Viðreisn með 9,4%, Píratar með 8,8% og Flokkur fólksins með 7,7%.

Ríkisstjórnarflokkarnir Framsókn og Vinstri græn reka lestina með 6,6% og 4% fylgi, ásamt Sósíalistaflokknum sem mælist með 3,5% fylgi.

Löngu kominn tími á kosningar

Sigmundur Davíð segir fylgi Miðflokksins hafa verið í lægð meðan kórónuveirufaraldrinum stóð.

„En nú er stjórn­má­laum­ræðan byrjuð aft­ur á Íslandi og veit­ir ekki af – þær aðstæður sem henta okk­ur. Við erum með stefnu og vilj­um gjarn­an að það sé rætt um lands­ins gagn og nauðsynj­ar, hvernig megi gera hlut­ina bet­ur.”

Er kom­inn tími á kosn­ing­ar?

„Ég held að það sé löngu kom­inn tími á kosn­ing­ar en ég held að það sé ein­mitt þessi staða rík­is­stjórn­ar­inn­ar, það er að segja lítið fylgi henn­ar, sem hef­ur komið í veg fyr­ir kosn­ing­ar. Þess­ir flokk­ar væru all­ir löngu orðnir fegn­ir að losna úr þessu sam­starfi en eng­inn þeirra þorir það á meðan fylgið þeirra er eins og það er,” seg­ir Sig­mund­ur.

Hvað er það helsta sem Miðflokk­ur­inn myndi leggja áherslu á ef kosið yrði eft­ir nokkra mánuði?

„Það eru hlut­ir eins og efna­hags­mál­in, það er að segja rekst­ur rík­is­ins, og það eru orku­mál­in og út­lend­inga­mál­in. Þess­um hlut­um þarf að koma í lag því allt annað teng­ist þessu. Allt annað teng­ist út­lend­inga­mál­un­um. Hús­næðismarkaður­inn, heil­brigðis­kerfið, mennta­kerfið. Allt það er háð því að tak­ist að ná stjórn á ástand­inu í hæl­is­leit­enda­mál­un­um.”