Helgemo í stuði. S-Allir.

Helgemo í stuði. S-Allir

Norður

♠ ÁG109

♥ D1084

♦ 1093

♣ K10

Vestur

♠ D8652

♥ Á7

♦ D742

♣ D8

Austur

♠ K3

♥ G965

♦ ÁG6

♣ 7432

Suður

♠ 74

♥ K32

♦ K85

♣ ÁG965

Suður spilar 3G.

Ekki mörg pör sögðu 3G í þessu spili úr annarri umferð Evrópumótsins, enda punktarnir skornir við nögl. En Norðmennirnir Tor Eivind Grude og Geir Helgemo létu sig hafa það í BBO-leik við Sviss. Helgemo opnaði á Standard-laufi, Jacek Kalita kom inn á 1♠, Grude sýndi hjarta með dobli, Helgemo sagði 1G (11-14) og Grude stökk í 3G „út á tíurnar”. Útspil: tígultvistur, fjórða hæsta.

Michal Klukowsky í austur lét gosann í fyrsta slag og Helgemo átti slaginn á kóng. Helgemo fann nú einu leiðina til vinnings: Hann spilaði litlu hjarta á drottningu blinds, tók svo laufkóng og ÁS og felldi drottninguna! Spilaði loks hjarta í bláinn sótti níunda slaginn á hjartakóng.

Af hverju? Jú, Helgemo vissi eftir sagnir og útspil að vestur átti 5-4 í spaða og tígli og þar með aðeins fjögur spil í mjúku litunum.