Hljómsveitin Bandið bregður á leik kemur fram á tónleikum á vegum Jazzklúbbsins Múlans annað kvöld, miðvikudaginn 3. júlí, kl. 20, á Björtuloftum í Hörpu.

Hljómsveitin Bandið bregður á leik kemur fram á tónleikum á vegum Jazzklúbbsins Múlans annað kvöld, miðvikudaginn 3. júlí, kl. 20, á Björtuloftum í Hörpu. Bandið skipa saxófónleikarinn Ólafur Jónsson, bassaleikarinn Þorgrímur Jónsson og Erik Qvick sem leikur á trommur. Ólafur, Þorgrímur og Erik eru í tilkynningu sagðir hafa komið víða við í íslensku tónlistarlífi síðastliðin 30 ár eða svo. Þeir hafi verið boðberar djasstónlistar með hljómsveitum undir eigin nöfnum eða í samstarfi við aðra. Munu þeir leika sína uppáhalds-djassstandarda en ekki er útilokað að þeirra eigin tónsmíðar fljóti með.