— Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vigdísi Finnbogadóttur, fv. forseta Íslands, var tekið fagnandi á leikskólanum Brekkuborg í Grafarvogi í gær.

Vigdísi Finnbogadóttur, fv. forseta Íslands, var tekið fagnandi á leikskólanum Brekkuborg í Grafarvogi í gær. Þar gróðursetti hún íslenskt birki á lóð skólans, í tilefni 80 ára afmælis lýðveldisins, með dyggri aðstoð krakkanna.

„Við vorum með sérstakt þema um Vigdísi af því að hún er fyrsti kvenforsetinn og mikil fyrirmynd, sérstaklega fyrir þann aldurshóp sem er að vinna hérna,” segir Kristín Auður Harðardóttir aðstoðarleikskólastjóri. Þetta er ekki fyrsta forsetatréð á Brekkuborg því Guðni Th. Jóhannesson gróðursetti samskonar tré í síðustu viku.