Guðrún Aspelund
Guðrún Aspelund
Greindum tilfellum kynsjúkdómanna lekanda og sárasóttar fjölgaði talsvert hér á landi árið 2023.

Greindum tilfellum kynsjúkdómanna lekanda og sárasóttar fjölgaði talsvert hér á landi árið 2023. Alls greindust 388 með lekanda í fyrra sem er mesti fjöldi sem greinst hefur með sjúkdóminn í 40 ár. Voru greiningarnar ríflega þrefalt fleiri en árið 2020.

Þá greindust 73 með sárasótt í fyrra, þar af voru 84% karlmenn. Er það mesti fjöldi greininga frá því á fimmta áratug síðustu aldar.

„Þessi aukning á lekanda og sárasótt er eitthvað sem við þurfum að skoða vel,” segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. >> 12